Ert þú skólavinur?
Nú er orðið fullbókað í skólaheimsóknir í Elliðaárstöð út janúar 2025. Skólavinir Elliðaárstöðvar fá tækifæri til að skrá sig í fræðslu á undan öðrum. Skráðu þig á listann og fáðu áminningu í byrjun næsta árs um að skrá hópinn þinn í heimsókn á vorönn 2025.
Skrá migVísindamiðlun í Elliðaárstöð
Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM menntun en þá samþættum við vísindi, tækni, skemmtun, verkfræði, listir og stærðfræði og tökumst á við fjölbreytt verkefni.
Hægt er að skrá sig á póstlista skólavina Elliðaárstöðvar og fá aðgang að forskráningu.
Fyrir hvern?
Við miðum fræðsluna við skólahópa á miðstigi. Hámarksfjöldi í hverri heimsókn er 25 nemendur. Vinsamlegast sendið hópa með amk. tvo starfsmenn.
Hvenær?
Við tökum á móti skólahópum í fræðslu á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 9:30 – 11.
Heimsóknin tekur um 90 mínútur og fer fram inni og úti. Mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri.
Elliðaárstöð og Orkuveitan bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.
Fræðsluleiðir í boði
Uppbókað í bili
Í ár hafa um 1630 nemendur og kennara komið í fræðslu til okkar og við eigum von á þúsund gestum í viðbót.
Nú er orðið fullbókað hjá okkur út janúar 2025.
NánarÓsýnilegt verður sýnilegt
Eitt af meginhlutverkum Elliðaárstöðvar er að gera hið ósýnilega sýnilegt. Hverjar eru helstu lífæðar borgarinnar? Hvað lætur borgina okkar virka? Hvað er á bak við tjöldin inni í veggjum og undir gangstéttinni?
Vísindamiðlun í Elliðaárstöð
Við nýtum STEAM og STREAM nálgun í fræðslu og þekkingarmiðlun til barna og ungmenna. STREAM samþættir vísindi (science), tækni (technology), skemmtun (recreation), verkfræði (engineering), listir (arts) og stærðfræði (mathematics).
Með þverfaglegri nálgun á viðfangsefni er unnið með nýsköpunarhæfni, gagnrýna hugsun og lausnaleit.
Aðferðin eykur hæfni nemenda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans.
Meira um STREAM