Ný sýning um orku!

Hjartastrengir & vatnsæðar. Á þessari skemmtilegu vísindasýningu kynnist þið ferðalagi orkunnar og lærið um orku og vísindi. Sýningin er ætluð börnum á öllum aldri.

Hvaðan kemur orkan? Hvernig notum við hana?  Á sýningunni getur þú breytt morgunmatnum þínum í ljós, búið til þína eigin jarðhitaofurhetju, hlustað á ferðalag Diddu dropa, Völlu varma, Raffa rafeindar og Kúksa kúks. Svo er tilvalið að slaka á í Kúkakósý með góða bók eða leika í leikrýminu með skapandi STEAM leikföng.

Sýningin stendur til 31. janúar 2026. Frítt inn.

Frá 17. október er sýningin opin alla virka daga frá kl. 9-16:30. Það væri gott að heyra frá ykkur á ellidaarstod(hjá)ellidaarstod.is ef þið hyggist koma svo vísindamiðlari okkar geti tekið á móti ykkur.

Um sýninguna

Ósýnilegt verður sýnilegt

Vísindamiðlun í Elliðaárstöð

Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM menntun en þá samþættum við vísindi, tækni, skemmtun, verkfræði, listir og stærðfræði og tökumst á við fjölbreytt verkefni.

Hægt er að skrá sig á póstlista skólavina Elliðaárstöðvar og fá aðgang að forskráningu.

Fyrir hvern?

Við miðum fræðsluna við skólahópa á miðstigi. Hámarksfjöldi í hverri heimsókn er 25 nemendur. Vinsamlegast sendið hópa með amk. tvo starfsmenn.

Hvenær?

Við tökum á móti skólahópum í fræðslu á þriðjudögum, miðvikudögum kl 9:15 – 10:45 og 11:00 – 12:30.

Heimsóknin tekur um 90 mínútur og fer fram inni og úti. Mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri.

Elliðaárstöð og Orkuveitan bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.

Vertu skólavinur

Skólavinir Elliðaárstöðvar fá boð á viðburði og fá forskot á að skrá sig í fræðslu.

Skrá mig

Vísindamiðlun í Elliðaárstöð

Við nýtum STEAM og STREAM nálgun í fræðslu og þekkingarmiðlun til barna og ungmenna. STREAM samþættir vísindi (science), tækni (technology), skemmtun (recreation), verkfræði (engineering), listir (arts) og stærðfræði (mathematics).

Með þverfaglegri nálgun á viðfangsefni er unnið með nýsköpunarhæfni, gagnrýna hugsun og lausnaleit.

Aðferðin eykur hæfni nemenda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans.

Meira um STREAM
Til baka á forsíðu