Ósýnilegt verður sýnilegt
Vísindamiðlun í Elliðaárstöð
Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM menntun en þá samþættum við vísindi, tækni, skemmtun, verkfræði, listir og stærðfræði og tökumst á við fjölbreytt verkefni.
Hægt er að skrá sig á póstlista skólavina Elliðaárstöðvar og fá aðgang að forskráningu.
Fyrir hvern?
Við miðum fræðsluna við skólahópa á miðstigi. Hámarksfjöldi í hverri heimsókn er 25 nemendur. Vinsamlegast sendið hópa með amk. tvo starfsmenn.
Hvenær?
Við tökum á móti skólahópum í fræðslu á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 9:30 – 11.
Heimsóknin tekur um 90 mínútur og fer fram inni og úti. Mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri.
Elliðaárstöð og Orkuveitan bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.
Fræðsluleiðir í boði

Uppbókað vor 2025
Uppbókað er í fræðsluna vorönn 2025. Skráðu þig á póstlista Skólavina Elliðaárstöðvar til að fá fréttir af viðburðum. Skólavinir fá tækifæri til að bóka heimsóknir með bekki á undan öðrum.
Skrá mig
Vísindamiðlun í Elliðaárstöð
Við nýtum STEAM og STREAM nálgun í fræðslu og þekkingarmiðlun til barna og ungmenna. STREAM samþættir vísindi (science), tækni (technology), skemmtun (recreation), verkfræði (engineering), listir (arts) og stærðfræði (mathematics).
Með þverfaglegri nálgun á viðfangsefni er unnið með nýsköpunarhæfni, gagnrýna hugsun og lausnaleit.
Aðferðin eykur hæfni nemenda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans.
Meira um STREAMHafa samband
"*" indicates required fields