Ný sýning um orku!
Hjartastrengir & vatnsæðar. Á þessari skemmtilegu vísindasýningu kynnist þið ferðalagi orkunnar og lærið um orku og vísindi. Sýningin er ætluð börnum á öllum aldri.
Hvaðan kemur orkan? Hvernig notum við hana? Á sýningunni getur þú breytt morgunmatnum þínum í ljós, búið til þína eigin jarðhitaofurhetju, hlustað á ferðalag Diddu dropa, Völlu varma, Raffa rafeindar og Kúksa kúks. Svo er tilvalið að slaka á í Kúkakósý með góða bók eða leika í leikrýminu með skapandi STEAM leikföng.
Sýningin stendur til 31. janúar 2026. Frítt inn.
Frá 17. október er sýningin opin alla virka daga frá kl. 9-16:30. Það væri gott að heyra frá ykkur á ellidaarstod(hjá)ellidaarstod.is ef þið hyggist koma svo vísindamiðlari okkar geti tekið á móti ykkur.
Um sýningunaÓsýnilegt verður sýnilegt
Vísindamiðlun í Elliðaárstöð
Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM menntun en þá samþættum við vísindi, tækni, skemmtun, verkfræði, listir og stærðfræði og tökumst á við fjölbreytt verkefni.
Hægt er að skrá sig á póstlista skólavina Elliðaárstöðvar og fá aðgang að forskráningu.
Fyrir hvern?
Við miðum fræðsluna við skólahópa á miðstigi. Hámarksfjöldi í hverri heimsókn er 25 nemendur. Vinsamlegast sendið hópa með amk. tvo starfsmenn.
Hvenær?
Við tökum á móti skólahópum í fræðslu á þriðjudögum, miðvikudögum kl 9:15 – 10:45 og 11:00 – 12:30.
Heimsóknin tekur um 90 mínútur og fer fram inni og úti. Mikilvægt er að öll séu klædd eftir veðri.
Elliðaárstöð og Orkuveitan bjóða skólum þessa dagskrá án endurgjalds.
Fræðsluleiðir í boði
Bóka heimsókn - Skólahópar haust 2025
Hér geta grunnskólar bókað heimsókn fyrir skólahópa.
Tekið er á móti hópum kl. 9:15-10:45 og 11:00-12:30 alla þriðjudaga og miðvikudaga.
Athugið að fræðslan hefst kl. 9:15 og 11:00.
Mælt er því að ef að hópur vill borða nesti, þá sé það gert fyrir eða eftir fræðsluna. Útinestisaðstaða er opin allan ársins hring.
Lausar dagsetningar vorsins verða birtar í janúar 2026.
"*" indicates required fields
Vertu skólavinur
Skólavinir Elliðaárstöðvar fá boð á viðburði og fá forskot á að skrá sig í fræðslu.
Skrá mig
Vísindamiðlun í Elliðaárstöð
Við nýtum STEAM og STREAM nálgun í fræðslu og þekkingarmiðlun til barna og ungmenna. STREAM samþættir vísindi (science), tækni (technology), skemmtun (recreation), verkfræði (engineering), listir (arts) og stærðfræði (mathematics).
Með þverfaglegri nálgun á viðfangsefni er unnið með nýsköpunarhæfni, gagnrýna hugsun og lausnaleit.
Aðferðin eykur hæfni nemenda til að mæta helstu úrlausnarefnum samtímans.
Meira um STREAM