
Gestastofa
Verið velkomin í nýja Gestastofu Elliðaárstöðvar til að fræðast um svæðið og starfsemina. Í sumar verður smástundarsýning með verkum nemenda í landslagsarkitektúr.
Í Gestastofunni eru fjölbreytt rými sem hægt er að bóka fyrir viðburði, vinnustofur eða fundi.
Hafa samband
Heimili veitna
Heimili veitna er fræðslusýning í gamla stöðvarstjórahúsinu. Gestir fræðast um veitukerfin á skemmtilegan hátt. Í sumar er hægt að koma á sýninguna og hlusta á hljóðleiðsögn án endurgjalds.
Einnig er hægt að bóka hópaleiðsögn með vísindamiðlara gegn vægu gjaldi.
Bóka fyrir hóp
Rafstöðin
Rafstöðin var gangsett árið 1921 og markaði upphaf rafvæðingar Reykjavíkur. Þessi gamla vatnsaflsvirkjun olli straumhvörfum í lífi Reykvíkinga. Í sumar er hægt að koma í heimsókn og skoða þessa einstöku byggingu og vélarsalinn án endurgjalds.
Einnig er hægt að bóka hópaleiðsögn með vísindamiðlara gegn vægu gjaldi.
Bóka fyrir hóp
Vatnsleikjagarður og kaffihús
Vatnsleikjagarðurinn er opinn alla daga og kaffihúsið Elliði er með heitt á könnunni þriðjudaga-sunnudaga milli kl. 11-17.
Hafið samband við ellidi@ellidirestaurant.is ef þið hafið frekari spurningar varðandi kaffihúsið.
Skoða nánar