Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Bragðgóð skemmtun

Aðventudagatal Elliðaárstöðvar býður upp á fróðleik, skemmtun og samveru til að njóta með vinum, fjölskyldunni eða með sjálfum sér.

Byggjum saman!

Byggingar spretta ekki upp af sjálfu sér! Á bakvið hverja smíði er hópur af fólki sem hjálpast að við að komast á endapunktinn. Það þarf að passa upp á að byggingin sé stöðug og detti ekki.  Hvaða hlutverki gegnir hún? Skiptir útlitið máli? Vill maður hafa ákveðna liti? Hvaða efni á að nota?

Í þessari hönnunaráskorun þarf að hugsa, plana, byggja, prófa og mögulega laga.

Þú þarft: 

Tannstönglar/Spagettí
Hlaup/Melónur/Sykurpúðar

Hvernig:

Með því að stinga tannstönglum í hlaupið og tengja saman er hægt að útbúa alls kyns form. Það þarf að sýna smá hófsemi en það ætti að vera í lagi að stinga einum mola upp í sig. Maður þarf nú að athuga hvort að byggingarefnið sé í lagi..

Það eru engar reglur um hvað má byggja, ég gerði hús en gaman væri að komast að því hversu hátt jólatré maður getur gert. Einnig væri hægt að gera snjókorn, jólaþorp, jólasveina. Láta hugmyndaflugið ráða ferðinni og hafa gaman að.

 

Jólahúsið mitt

Sjáið hvernig ég gerði

Verkefnið til útprentunar

Hér getur þú sótt þér verkefnablað frá Elliðaárstöð og notað til að minna þig á hver skrefin eru í ferlinu frá byrjun til enda.

Prenta út verkefni

Aðrar fréttir