Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Draugar í stuði

Getur draugurinn þinn flogið?

Gerðu tilraunir með rafhleðslur á Hrekkjavöku. Tekst þér að láta þinn eigin draug fljúga? Hrekkjavökuleikir Elliðaárstöðvar flétta saman tilraunir með raforku, ljós og skugga á skapandi hátt.

Þú þarft:

Klósettpappír
Túss
Skæri
Blöðru eða reglustiku úr plasti
Ullarpeysu/ gæru eða loðinn haus

Hvernig

Klipptu út þinn eigin draug úr örk af klósett pappír. Ef klósettpappírinn er mjög þykkur, má skilja lögin í sundur og nota aðeins einfalt lag af pappír.
Teiknaðu augu með tússlit.
Blástu upp blöðruna og hnýttu endann.
Nuddaðu blöðrunni/reglustikunni við ullarpeysu, gæru eða loðinn haus í 15-20 sekúndur.

Berðu blöðruna að draugnum.

Getur draugurinn þinn flogið?

Af hverju?

Allt efni er búið til úr frumeindum. Í hverri frumeind eru rafeindir (neikvætt hlaðnar), róteindir (jákvætt hlaðnar) og nifteindum (án hleðslu). Oft eru jafn margar rafeindir og róteindir í hverri frumeind en við núning geta rafeindirnar ferðast á milli. Þannig getur blaðran tekið að sér rafeindir úr lopapeysunni og orðið neikvætt hlaðin.

Þegar þú setur tvær rafeindir á sama stað ýta þeir hvor annarri í burtu. En rafeindir elska róteindir. Róteindir eru jákvætt hlaðnar +. Þær eru í kjarna frumeindar og ferðast ekki jafn auðveldlega um eins og rafeindir. Þegar rafeind kemst í návígi við róteind, dragast þær að hvor annarri.

Þegar þú nuddaðir blöðrunni við lopapeysuna, þá tók blaðran á sig rafeindir frá lopapeysunni. Blaðran varð neikvætt hlaðin. Frumeindirnar í klósettpappírörkinni eru óhlaðnar en rafeindirnar í blöðrunni ýta frá rafeindunum í klósettpappírörkinni og dragast að jákvætt hlöðnu frumeindunum og draugurinn flýgur!

Lærðu meira um rafhleðslur

Sýndartilraun með rafhleðslum. PhEt Interactive Simulations.

Rafhleðslur á Vísindavefnum.

Aðrar fréttir