Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Snjókorn flögra!

Annar í aðventu er runninn upp og því kominn tími á nýja jóla-vísinda-tilraun sem er tilvalin að prófa með fjölskyldu eða vinum.

Snjókorn flögra!

Það sem þarf er: reglustika úr plasti (eða eitthvað langt prik úr plasti), ullarbútur (getur verið peysa, trefill eða bara hvað sem er úr ull), klósettpappír og skæri. Allt eitthvað sem þið ættuð að geta fundið heima!

Það sem þarf að gera: fyrst þarf að taka lög klósettpappírsins í sundur til að hafa þunna pappírsörk til að vinna með og eftir það er það sköpunarkrafturinn sem tekur við. Til dæmis er hægt að búa til snjókorn með því að brjóta pappírinn í tvennt tvisvar, síðan horn í horn og þá er hægt að klippa út form úr þeim þríhyrningi. Þegar það er tekið í sundur myndast fagurt snjókorn. Næst þarf að nudda ullinni við reglustikuna (hlustið þið hvort þið heyrið eitthvað hljóð). Næst er hægt að leggja prikið við snjókornið og sjá snjókornið flögra!

Tilraunin framkvæmd.

Hvað er að gerast?

Öll efni í heiminum eru gerð úr frumeindum en frumeindir eru gerðar úr þremur mismunandi eindum, róteindum sem eru jákvætt hlaðnar (+), nifteindum sem eru hlutlausar og rafeindum sem eru neikvætt hlaðnar (-). Frumeindir geta verið ólíkar eftir því hvað er mikið af eindum í þeim. Oftast er jafn mikið af eindum í hverri frumeind og efni sem eru svoleiðis eru hlutlaus. Mannslíkaminn er byggður upp af frumeindum og er vanalega hlutlaus en þegar þú færð straum eru það rafeindir að stökkva á milli þín og þess sem þú snertir. Þetta er nákvæmlega það sem gerist þegar ullinni er nuddað við plastið því í ullinni eru rafeindirnar lausari en í plastinu þess vegna stökkva þær yfir.
Eindir hegða sér á þann hátt að plús og mínus dragast að hvor annarri. Mínus og mínus hrindast frá hverri annarri og plús og plús gera það sama. Þegar þú leggur neikvætt hlaðna plastið að pappírnum þá sækja rafeindirnar í plastinu í róteindirnar í pappírnum og hann lyftist upp.

Hægt er að skoða þetta myndrænt á þessari síðu hér: Skoðaðu hleðslur!

Aðrar fréttir