Barnamenningarhátíð í Elliðaárstöð
-
Aðgangur ókeypis
-
12. apríl 2025
-
10:00
-
Sjá á korti
Elliðaárstöð tekur þátt í Barnamenningarhátíð í 4. sinn og býður að þessu sinni upp á tvær spennandi smiðjur fyrir sniðugar fjölskyldur og forvitna krakka. Smiðjurnar verða í rafstöðinni frá 10-12 og 13-15.
Búum til fuglahús (10:00-12:00)
Fyrri smiðjan hefst kl.10 og kallast Búum til fuglahús. Ninna hugmyndasmiður tekur á móti skapandi krökkum og fullorðnum fylgifiskum þeirra á Verkstæði Hugmyndasmiða í Rafstöðinni í Elliðaárstöð. Þátttakendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn og efla samvinnu fjölskyldunnar. Unnið verður með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir. Þema smiðjunnar eru fuglahús
Nánari upplýsingar hér
Þeramínsmiðja (13:00-15:00)
Seinni smiðjan hefst kl.13:00. Hekla Magnúsdóttir tónlistarkona býður krökkum og fjölskyldum þeirra á þeramínsmiðju í vélarsal gömlu rafstöðinni í Elliðaárstöð. Smiðjan er helst ætluð fyrir 8 ára+ en yngri börn geta tekið þátt með aðstoð forráðamanna. Í smiðjunni fá börn að kynnast grafískri nótnaskrift og hljóðfærinu þeramín. Í fyrri hluta smiðjunnar teikna börnin sína eigin nótnaskrift og skiptast svo á myndum. Í seinni hlutanum fá þau að læra á rafljóðfærið þeramín í gegnum skemmtilegar æfingar og geta líka fengið að prófa að spila lög hvers annars á hljóðfærin.
Nánari upplýsingar hér
Smiðjurnar eru styrktar af Barnamenningarhátíð og er þátttaka ókeypis.