Fjölskyldusmiðja Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð
- 3.000 kr.
- 5. október - 21. desember 2024
- 10:00
- Sjá á korti
Fjölskyldusmiðjur Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð
Ninna hugmyndasmiður tekur á móti skapandi krökkum á aldrinum 7-12 ára og foreldrum þeirra og leggur fyrir mismunandi hönnunaráskoranir á Verkstæði Hugmyndasmiða í Elliðaárstöð. Þátttakendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn og efla samvinnu fjölskyldunnar. Unnið verður með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir. Verkstæðið er staðsett í einstöku rými gömlu rafstöðvarinnar.
Börn sem taka þátt greiða 3000kr en frítt er fyrir fullorðna fylgifiska. Notaðu afsláttarkóðann “Fjolskylduafslattur” ef mörg börn eru í fjölskyldunni.
Dagskrá vetrarins
Laugardaginn 5. október kl 10-12 – Skógarverur lifna við
Laugardaginn 19. október kl 10-12 – Hönnum hús
Laugardaginn 26. október kl 10-21 – Hræðileg draugasmiðja
Laugardaginn 2. nóvember kl 10-12 – Höfum hátt
Laugardaginn 16. nóvember kl 10-12 – Leikur að vindi
Jóla dagskrá
Laugardaginn 30. Nóvember kl 10-12 – Jólaverur lifna við
Laugardaginn 7. desember kl 10-12 – Lifandi jólakveðja
Laugardaginn 7. desember kl 14-16 – Jólaleg stimplagleði
Laugardaginn 14. desember kl 10-12 – Jólalegt könglaskraut
Laugardaginn 14. desember kl 14-16 – Jólalegt könglaskraut
Laugardaginn 21. desember kl 10-12 – Jólaleg stimplagleði