Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

Heimili veitna og Rafstöð opin!

  • Coins Aðgangur ókeypis
  • Calendar 4. september - 25. september 2025
  • Clock 13:30
  • Location Pin Sjá á korti

Rafstöðin og Heimili veitna eru opin alla fimmtudaga kl. 13:30-15:30 án endurgjalds og er tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna.

Nú gefst gestum kostur á að kíkja inn í einstakar byggingar sem einkenna áfangastaðinn Elliðaárstöð. Þær hafa að geyma langa og merkilega sögu svæðisins. Það er einstök upplifun að stíga fæti inn í þessar sérstöku byggingar og upplifa gamla tíma.

Í Rafstöðinni er nánast allt upprunalegt frá árinu 1921. Vélarnar sem áður framleiddu rafmagn eru nú orðnir sýningargripir. Þar inni má finna stýriborð úr marmara og stafi úr gulli. Ekkert var til sparað fyrir 104 árum síðan og er magnað að líta inn í þetta stórkostlega rými.

Í Heimili veitna sem áður var gamla stöðvarstjórahúsið þar sem stöðvarstjórinn bjó með fjölskyldunni sinni er nú sýning. Þar er boðið upp á ýmsar þrautir, leiki og hljóðleiðsögn um forvitnileg rými hússins. Sýningin varpar ljósi á veiturnar sem annars eru okkur ósýnilegar.

Aðrir viðburðir