Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

Hjólagleði Reiðhjólabænda og Elliðaárstöðvar

🚴‍♀️ Laugardaginn 17. ágúst ætlar Elliðaárstöð í samstarfi við Reiðhjólabændur að efna til hjólagleði fyrir fjölskyldur.

⚡️ Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00. Í boði verður hjólaþrautabraut á Veitutorgi og á malarvegi við Elliðaárstöð, pop-up hjólaverkstæði, hjólabingó og margt fleira. Samtímis verður Rafstöðin opin gestum og gangandi, hengirúm í skrúðgarðinum, Vatnsleikjagarðurinn verður einnig opinn þar sem börn jafnt sem fullorðnir geta buslað saman.

🌼 Við viljum hvetja gesti dalsins að huga að umhverfinu þennan dag jafnt sem aðra daga og nýta sér almenningssamgöngur eða koma hjólandi eða gangandi, en fjölmargir göngu- og hjólastígar tengja Elliðaárstöð við nærliggjandi íbúðarhverfi.

🌿 Þátttaka er ókeypis en fólk er vinsamlegast beðið um að hjóla ekki á grænum svæðum Elliðaárstöðvar og geyma hjólin sín á merktum svæðum við Elliðaárstöð. Athugið að gestir Elliðaárstöðvar bera ábyrgð á eigin hjólum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Aðrir viðburðir