Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

RAFLOST – Rafdótasmiðja

Hátíðin RAFLOST verður opnuð í Elliðaárstöð 15. nóvember. Í tengslum við hátíðina verða haldnar þrjár rafhljóðasmiðjur.

⚡Fyrir 10 ára og eldri

🔔12 pláss, skráðu þig hér fyrir neðan!

Gerðu þinn eigin hljóðheim úr græjugulli!

Í þessari smiðju leiðir Jesper Pedersen þátttakendur í gegnum skapandi ferli þar sem gömul leikföng, dótahljómborð og hvers kyns batteríknúið græjugull er tekið í sundur og umbreytt í ný og óvænt hljóðfæri. Við umbreytum hljóðum, brjótum reglur og búum til okkar eigin raftónlist úr skrýtnum og sérstæðum hlutum.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér gamalt rafknúið leikfang (með batteríum!) sem gefur frá sér hljóð og má fórna í tilraunina. Engin þekking á tónlist eða rafeindum er nauðsynleg – aðeins forvitni á skrýtnum og sérstæðum hlutum og löngun til að prófa eitthvað nýtt.

Jesper Pedersen er tónskáld, hljóðlistamaður og kennari sem sérhæfir sig í hljóðgervlum, rafmiðlum og tilraunatónlist. Hann kennir nýmiðlatónsmíðar við Listaháskóla Íslands og hefur komið víða fram með eigin verkum sem og í samstarfi við aðra listamenn. Verk hans kanna tengsl milli tækni, rýmis og skynjunar og skapa einstaka hljóðupplifun fyrir áhorfendur. https://jesper.is/

Skráning á Rafdótasmiðju

"*" indicates required fields

Aðrir viðburðir