TENGJA
-
Aðgangur ókeypis
-
9. september - 14. nóvember 2025
-
08:30
-
Sjá á korti
Nýsköpun, list og hlýja í borgarumhverfinu🌇
Nemar úr Listaháskóla Íslands unnu í sumar að verkefninu TENGJA með stuðning frá Rannís og í samstarfi við Veitur. Verkefnið snéri að því að nýta afgangsvarma úr bakrás hitaveitunnar og úr varð upphitaður bekkur. TENGJA opnar á möguleika á að hita upp hagnýta skúlptúra sem ætlaðir eru fyrir opin almenningssvæði. Þannig verður jarðvarminn ekki aðeins nýttur betur heldur skapast hlýlegir áningastaðir þar sem fólk getur notið samveru og útiveru allt árið um kring ❄️🔥
TENGJA, upphitaða bekkinn, má prófa við hraðhleðslustöð ON á Bæjarhálsi 1.
Í Gestastofu Elliðaárstöðvar hefur verið sett upp sýning þar sem sagt er frá þessu spennandi verkefni. Kíkið í heimsókn, opið er milli 8:30 til 16:30 á virkum dögum!