Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

Tengjumst náttúrunni

Komdu og taktu þátt í opnum fræðslu og umræðufundi um útikennslu í loftslags- og umhverfisfræðslu!
Á fundinum deilum við reynslu, hugmyndum og innblæstri úr starfi á sviði loftslags- og umhverfisfræðslu, með sérstaka áherslu á útikennslu og tengsl við náttúruna.
Við veltum fyrir okkur hvað hefur reynst vel, hvar tækifærin liggja og hvernig við getum betur virkjað útivist, náttúruást og upplifun í fræðslu um umhverfis- og loftslagsmál.
Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á fræðslu, útinámi, náttúru og sjálfbærni!
Staðfest erindi:
Grænfáninn – Hvað hefur reynst vel hjá Grænfánaskólum? Nokkur útkennsluverkefni verða kynnt úti við.
Sigurlaug Arnardóttir og Ósk Kristinsdóttir kennarar og sérfræðingar hjá menntateymi Landverndar.
Þjórsárskóli – Útikennsla í uppsveitunum
Um reynslu Guðmundar af útikennslu í Þjórsárskóla, Bláskógaskóla Laugarvatni og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni.
Guðmundur Finnbogason skólastjóri Þjórsárskóla
Elliðaárstöð –  Náttúrutúlkun og sögutækni
Margrét Hugadóttir, leiðtogi vísindamiðlunar í Elliðaárstöð
MÚÚ – Reynslusögur og innsýn í starf
Miðstöð útivistar og útináms Reykjavíkurborgar.
Stína Bang verkefnastjóri hjá MÚÚ
Náttúra Reykjavíkur – Kynning á vefnum Náttúra Reykjavíkur,
Sólrún Harðardóttir námsefnishöfundur og kennari
Sjálandsskóli – Útinám, grunnur að ábyrgð á náttúrunni.
Hrafnhildur, kennari við Sjálandsskóla, deilir reynslu sinni af útinámi í daglegu skólastarfi og sýnir hvernig reglubundin og markviss dvöl í náttúrunni byggir upp tengsl, náttúruást og ábyrgð nemenda gagnvart umhverfinu.
Hrafnhildur Sigurðardóttir kennari og handhafi íslensku menntaverðlaunanna 2024

Skráning fer fram hér:
https://forms.office.com/e/Ux976V6Yd5

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/870545952278120/

Aðrir viðburðir