Upplifðu

Í Elliðaárstöð fá gestir tækifæri til að fræðast um orku, vísindi og merkilega sögu svæðisins en einnig njóta fallegrar náttúru dalsins og sköpunarkraftsins sem í henni býr.

Boðið er upp á viðburði, námskeið og ýmiskonar upplifun allan ársins hring.

Skoða nánar
Eitthvað fyrir alla

Margt að sjá í Dalnum

Elliðaárdalur er einstök náttúruperla í hjarta Reykjavíkur og eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, en þar eru m.a. stundaðar laxveiðar, reiðmennska, hjólreiðar, skíðaíþróttir, mini golf, göngur og hlaup.

Dalurinn einkennist af fjölbreyttri náttúru, landslagi, jarðfræði og gróðurfari þar sem fugla- og dýralíf er fjölskrúðugt. Elliðaárnar eru einu laxveiðiárnar innan borgarmarka á heimsvísu, þar er einnig hægt að finna fornminjar meðal annars frá tíð Innréttingana og stríðsminjar frá síðari heimsstyrjöldinni.

 

Skoða kort

Götugrafíkín í Elliðaárstöð táknar veiturnar sem leynast undir yfirborðinu.

Þú stígur af malbikaðri hraðbraut með hávaða og umferðargný, gengur nokkur skref og ert kominn í ósvikna íslenska náttúru – heyrir ekkert nema tíst í fuglum, þyt í laufi og sporðaskvamp í vatni. Og þinn eigin hjartslátt. Þetta er Elliðaárdalur – eiginlega inni í miðri borg.

H.V., Morgunblaðið, 28. júní, 1987
Elliðaárstöð icon

Komdu í heimsókn

Húsaþyrpingin við Rafstöðvarveg fær nýtt hlutverk þar sem skólahópar, fjölskyldur, útivistarfólk og aðrir geta m.a. kynnt sér vísindin og tæknina á bak við veitukerfin sem byltu lífsgæðum í Reykjavík. Húsin munu opna í áföngum næstu misseri. Á meðan viljum við bjóða gestum dalsins að nýta sér útisvæði stöðvarinnar. Boðið verður einnig upp á sérsniðnar fræðslugöngur fyrir hópa.

Skoða nánar
Dropi

Fræðsla

Elliðaárstöðin og nærumhverfi er gjöfult svæði, stútfullt af orku, náttúruauðlindum og sögu. Hér miðlum við öllu milli himins og jarðar í skemmtilegum fróðleiksmolum.

Skoða nánar
Kraftur

Um
Elliðarárstöð

Rafstöðin í Elliðaárdal lýsti á sínum tíma leiðina til framtíðar, þegar hafið var að virkja Elliðaárnar til að framleiða rafmagn. Framsýni fyrri tíma og ósýnileg virkni veitukerfanna er innblástur Elliðaárstöðvar. Í stað þess að virkja vatn og framleiða raforku, sem áður var gert, er Elliðaárstöð nýr áfangastaður í hjarta Reykjavíkur þar sem lögð er áhersla á að virkja nýsköpun, hugvit og fólk.

Skoða nánar