Flipp Festival
-
Aðgangur ókeypis
-
1. júní 2025
-
13:00
-
Sjá á korti
Sirkustorg – Hringleikur
Þar sem allt getur gerst!
Sirkustorg er fjölskyldudagur í nýuppgerðri Elliðaárstöð þar sem óvænt sirkusatriði, sýningar og viðburðir poppa upp yfir daginn. Þetta er frábært tækifæri til þess að sjá þverskurð af því hvað sirkuslistafólk er að gera á Íslandi á einum stað.
Búast má við að sjá fjölbreyttar sirkuslistir á borð við loftfimleika, ráfandi sæskrímsli, trúðaleik, akróbatík og jafnvel eitthvað sem hefur ekki sést áður á Íslandi.
Einstök en afslöppuð upplifun sem enginn ætti að missa af, tilvalið fyrir fjölskyldur sem vilja verja huggulegum degi í Elliðaárdalnum!
Auk sirkusatriða býður Elliðaárstöð upp á frábæran leikvöll, skemmtilegar gönguleiðir í fallegri náttúru og ný-opnaða kaffihúsið Elliða.
- Dagsetning: 1. júní kl. 13:00-16:00
- Aldur: Allur aldur
- Staðsetning: Elliðaárstöð, Veitutorg
- Aðgangur ókeypis og öll velkomin.