Hryllilegir hrekkjavökuleikir
Þegar rökkva fer og veturinn gengur í garð þýðir það hrollvekjandi árstími, Hrekkjavakan. Hún er haldin hátíðleg 31. október ár hvert. Þessi árstími getur verið skuggalegur og því getur verið gaman að bæta í hrollvekjuna. Hrekkjavökuleikir Elliðaárstöðvar flétta saman tilraunir og leiki með rafhleðslur, ljós og skugga á skapandi hátt sem gera má hvar sem er með efni og áhöldum sem finnast á flestum heimilum.
Getur þú látið þinn draug fljúga? Eða viltu kannski búa til skuggalegt skuggaleikhús.
Draugar í stuði // Skuggalegt skuggaleikhús
👻Elliðaárstöð er draugastöð
Elliðaárstöð er vagga rafvæðingar Reykjavíkur en Rafstöðin var gangsett árið 1921. Fyrsta rafmagnið sem framleitt var í Elliðaárstöð var notað fyrir götulýsingu og því er stundum sagt að rafmagnið hafi drepið draugana. Fyrir tíma rafmagnsins var myrkur, ljósið var sparað og fólk þurfti að lifa í dimmum híbýlum og eins og við vitum getur ýmislegt leynst í myrkrinu. Þegar rafmagnið kom og ljós fór að skína allan sólahringinn gátu draugarnir ekki falið sig í myrkrinu og hurfu því af götum borgarinnar. Oft er talið er að þeir feli sig í gömlum byggingum og því má leiða líkum af því að þeir feli sig í Rafstöðinni.
Skuggalegt leikhús
Verður þitt skuggaleikhús skuggalegt hrekkjavökuleikhús eða aðeins hálfskuggaleg haust saga?
Opna🎃Um Hrekkjavöku
Áður fyrr taldi fólk tímann í vetrum og nóttum, fremur en árum og dögum. Vetrarbyrjun er um mánaðarmótin október og nóvember og var því nýár á þessum mánaðarmótum. Keltneska hátíðin Samhain er fyrirmynd hrekkjavöku en þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðin koma vetursins. Á þessum umskiptingatímum var talið að þunnt væri á milli heima hinna lifandi og dauðu og að hægt væri að skynja handan heima. Sambærileg hátíð á Ísland og Norðurlöndunum áður en þau tóku kristni var hátíðin veturnætur sem var haldin í lok október.
Lestu meira um sögu Hrekkjavöku á Vísindavef Háskóla Íslands hér.