Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Takk fyrir komuna í Elliðaárstöð á vorönn!

Hvernig virkar borgin okkar? Hvaðan fáum við kalda vatnið? En heita vatnið? Hvaðan kemur raforkan? Hvaðan kemur gagnamagnið og hvert fer það sem fer í niðurfallið og klósettið?

Í Elliðaárstöð gerum við það sýnilegt sem er að jafnaði ósýnilegt eða hulið augum. 

Á bak við lífsgæðin sem felast í aðgangi að hreinu vatni, hita og raforku eru mörg handtök iðn- og tæknifólks og hafa veitukerfin bein áhrif á hreinlæti og heilsu borgarbúa.  

Yfir 1500 gestir frá áramótum

Kærar þakkir fyrir komuna kæru kæru nemendur, kennarar og starfsfólk!  Frá áramótum hafa um 1400 nemendur og 130 kennarar og starfsfólk skóla af höfuðborgarsvæðinu heimsótt Elliðaárstöð.  

Gestir læra um vísindi, orku og umhverfi

Fræðslustarf í Elliðaárstöð er í stöðugri þróun og eru helstu viðfangsefni okkar vísindi, orka, auðlindir og umhverfi. Leiðarljós okkar í fræðslu er STREAM nálgun í menntun, en hún samþættir vísindi ( e.science), tækni ( e. technology), skemmtun ( e. recreation), verkfræði ( e. engineering), listir ( e. arts) og stærðfræði ( e. mathematics).  

STREAM verkefni fyrir gesti

Við höfum boðið upp á margskonar fræðslu og verkefni fyrir nemendur. Nokkrir hópar hafa notað skapandi leiðir til að finna lausnir á vandamálum. Krakkarnir hafa tekist á við áskoranir líkt og skemmt sér vel við Zip línu verkefni þar sem þau hafa þurft að koma “kúkabangsa” niður zip línu “úr klósettinu í hreinsistöð”. Einnig hafa fjölmargir gestir (nemendur, fjölskyldur og hópar) reynt að koma hreinu vatni úr Gvendarbrunnum, heim til sín, en þá felst áskorunin í að koma vatnsblöðru niður zip línu. Þessar áskoranir hafa vakið mikla lukku hjá þátttakendum.    

Fjölbreyttar leiðir nýttar í fræðslu

Í Elliðaárstöð bjóðum við upp á leiðsagnir, verkefni og leiki og hafa gestir okkar sannarlega verið fróðleiksfúsir og áhugasamir um orkuna og auðlindir okkar.  

Úti með Ártúnsskóla

Elliðaárstöð er í góðu samstarfi við skólana í nágrenninu. Í vor þróuðum við ratleik í samstarfi við miðstig Ártúnsskóla og til stendur að gera hann aðgengilegan fyrir hópum sem koma í heimsókn á svæðið.

Straumur með Selásskóla

Nemendur í 6. bekk og kennrarar þeirra hafa verið að þróa með okkur verkefnið STRAUM en þar skoðum við straum frá ýmsum sjónarhornum og fléttum það við tækni og vísindi.

Fylgist með framboði fræðslu í haust

Við hlökkum til að taka á móti nýjum skólahópum en fræðsluframboð haustsins verður auglýst byrjun skólaársins, mánaðarmótin ágúst/september. 

Aðrar fréttir