Valentínusardagurinn – dagur ástar, vináttu og samveru.

Það er tiltölulega nýlega sem byrjað var að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hér á landi. En dagurinn er helgaður ástinni og er haldinn á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert.
Valentínusardagur á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem hefðbundið er að gera þennan dag er að senda sínum/sinni/sínu heittelskaða/ heittelskuðu/heittelskaða gjafir á borð við blóm og konfekt og láta kort fylgja með.
Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.
Njótum samveru á Valentínusardaginn
Þar sem þessi hef er tiltölulega ný á Íslandi þá langar okkur að stinga upp á því að nota daginn til samveru, hvort sem það er með elskhugum, fjölskyldu eða vinum.
Til að mynda er kjörið að eiga stund saman í náttúrunni í Elliðaárdal!
Maðurinn í skóginum er gönguleið með hljóðleiðsögn sem hefst við Elliðaárstöð. Gengið er í átt að Rafstöðvarheimili og farið yfir brú inn í Árhólmann.
Í nokkrum skógarrjóðrum má finna hönnunarinnsetningar sem eiga það sameiginlegt að vekja okkur til umhugsunar um tengsl manns og náttúru og nýtingu náttúruauðlinda.
Gönguleiðin var opnuð á 70 ára afmæli skógræktar í Elliðaárdal.
Elliðaárstöð og Orkuveita Reykjavíkur fengu þrjú hönnunarteymi til að skapa áfangastaði í hólmanum, sem minna á sögu skógarins og þá miklu gleði og góða anda sem fylgdi skógræktinni.
Fólki gefst þar kostur á að eiga samveru í skjóli, fræðast, njóta náttúrunnar og fallegrar hönnunar.
Gleðilegan Valentínusardag!
Heimildir um Valentínusardag fengnar á Wikipedia.

Maðurinn og skógurinn - Gönguleið
Njótum samveru á Valentínusardaginn. Hvernig væri að fá sér göngu í Elliðaárdalnum? Maðurinn og skógurinn er tilvalin gönguleið.
Nánar