Dofri – Gufubor

Gufuborinn Dofri var notaður til að bora verðmætar heitavatns holur sem hafa stuðlað að miklum lífsgæðum Íslendinga.
Gufuborinn Dofri olli straumhvörfum í borun eftir heitu vatni og gufu hér á landi. Verðmætasta vinnuvél íslandssögunnar verður til sýnis í Elliðaárstöð og minnir gesti dalsins á framsýni liðinna tíma. Við erum svo þakklát fyrir hitaveituna sem yljar okkur á köldum dögum. Hún var svo sannarlega farsælt skref fyrir loftslagið því fyrir hana voru hús hituð með kolum og olíu.
Jarðborinn Dofri var notaður víða til að bora eftir heitu vatni. Myndin sýnir Dofra árið 1958 við borun á sinni fyrstu holu sem staðsett var milli Miðtúns og Sóltúns vestur undir Nóatúni í Reykjavík. Ljósmynd/PéturThomsen, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun hafa saman lagt til 36 milljónir til að gera upp gufuborinn Dofra og verður hann til sýnis við Elliðaárstöð í Elliðaárdal.