Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Grafískar línur og form áberandi í nýrri hönnun Elliðaárstöðvar

Framkvæmdir eru í fullum gangi og er Elliðaárstöð að fá á sig nýja og ferska mynd þar sem grafískar línur og form fá að njóta sín. Hið þverfaglega hönnunarteymi Terta á heiðurinn af nýrri hönnun og útfæslu en þau voru hlutskörpust í hugmyndakeppni sem haldin var í ársbyrjun 2019 um sögu- og tæknisýningu á rafstöðvartorfunni í Elliðaárdal.

Hönnunarteymið Terta samanstendur af:
Magneu Guðmundsdóttur og Evu Huld Friðriksdóttur, arkitektum
Brynhildi Pálsdóttur, vöruhönnuði
Ármanni Agnarssyni, grafískum hönnuði
Atla Bollasyni, verkefnastjóra

Svæðið mun opna í áföngum en stefnt er á formlega opnun útisvæðisins haustið 2022.

Aðrar fréttir