Kalt vatn í vaskinn þinn. Ljósmynd: Gunnhildur Lind.

Það kemur allt með kalda vatninu

Hvaðan fáum við kalda vatnið sem við drekkum og er okkur og heilsu okkar svo mikilvægt?

Lesa
Jarðhitinn til bjargar. Án varma jarðhitans væri ansi kalt hjá okkur á Íslandi.

Jarðhitinn til bjargar

Hvaðan fáum við heita vatnið sem hitar upp heimili okkar og gerir okkur kleift að fara í heita sturtu?

Lesa
Sýndartilraun PhET. PhET sýndartilraun University of colorado boulder https://phet.colorado.edu/sims/html/energy-forms-and-changes/latest/energy-forms-and-changes_is.html

Býr orka í þér?

Hvað veist þú um orku? Er hægt að búa til orku? Hvaðan kemur hún?

Lesa

Ertu í stuði!?

Hvaðan fáum við raforku sem knýr áfram tæki og tól á heimili okkar?

Lesa
Emoji bangsi uppi í tré.

Piss, kúkur, klósett pappír

Hvert fer það sem rennur í niðurföll og klósettið á heimilum okkar?

Lesa
Skyggnst undir yfirborðið. Öll húsin í borginni eru tengd saman með stóru neti lagna sem færa okkur vatn, varma og raforku og taka frá okkur skólp sem fer í fráveituna.

Allt tengist saman

Rétt eins og líffærakerfin í líkamanum tengjast þá styðjast veitukerfi borgarinnar við hvort annað. Vatnsveitan og hitaveitan þarf rafmagn til að dæla vatni upp úr borholum til heimila okkar og fráveitan þarf rafmagn fyrir dælustöðvar og hreinsistöðvar.

Lesa

Allt tengist saman

Rétt eins og líffærakerfin í líkamanum tengjast þá styðjast veitukerfi borgarinnar við hvort annað. Vatnsveitan og hitaveitan þarf rafmagn til að dæla vatni upp úr borholum til heimila okkar og fráveitan þarf rafmagn fyrir dælustöðvar og hreinsistöðvar.

Stundum þarf að endurnýja lagnir eða laga eitthvað sem bilar er vatnið tekið af húsunum. Ef það gerist einhvern tímann heima hjá þér, skaltu muna að kannski er verið að gera mikilvæga aðgerð á veitukerfinu. Kannski kransæðaaðgerð?

Veitukerfin gegna mikilvægu hlutverki í borgum, líkt og kerfin í líkama okkar. Vatnsveitan, hitaveitan, rafveitan og fráveitan eru samtengd og nauðsynleg fyrir líf okkar og heilsu.

 

Um fræðsluefnið Ósýnilegt verður sýnilegt

Fræðsluefnið Ósýnilegt verður sýnilegt sýnir hvernig borgin okkar virkar á bak við tjöldin. Efnið var birt á vef Elliðaárstöðvar þann 22. desember 2024.

Verkefnið var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna

Höfundur er Margrét Hugadóttir, leiðtogi vísindamiðlunar hjá Orkuveitunni. Að verkefninu standa auk hennar fjölbreyttur hópur fólks hjá Orkuveitunni og dótturfyrirtækjum. Ráðgjöf veitti Elísabet Jónsdóttir hönnuður og sýningarstjóri í Elliðaárstöð, Edda Björnsdóttir kennari og teymisstjóri þjónustu og vísindamiðlunar hjá Orkuveitunni, Birna Bragadóttir, forstöðukona Frumkvöðlaseturs Orkuveitunnar.

Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður og myndskreytir veitti ráðgjöf, vann að  hugmyndavinnu og teiknaði veggspjöld.

Faglegur yfirlestur og staðreyndakönnun var í höndum sérfræðinga hjá Orkuveitunni og dótturfyrirtækjum. Eru þeim færðar kærar þakkir:

Ásdís Benediktsdóttir, jarðeðlisfræðingur og auðlindaleiðtogi Orku náttúrunnar, Bryndís Björnsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og skipulagsmálum hjá Veitum, Guðmundur Garðar Gíslason, aðgerðastjóri stjórnstöð rafveitu hjá Orkuveitunni, Hlöðver Stefán Þorgeirsson, straumvatnsverkfræðingur og sérfræðingur í nýsköpun og fráveitu, Hrefna Hallgrímsdóttir, vélaverkfræðingur og forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum, Jakob Sigurður Friðriksson, Viðskiptaþróun hjá Orkuveitunni, Jón Trausti Kárason, vélaverkfræðingur, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum, Olgeir Örlygsson, sérfræðingur vatnsveitu í rekstri og öryggi hjá Veitum, Sigrún Tómasdóttir, jarðfræðingur og auðlindaleiðtogi vatns og fráveitu hjá Orkuveitunni, Silja Y Eyþórsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Carbfix, Vilmundur Tryggvason, umsjónaraðili reksturs lagnakerfis fráveitu hjá Veitum.

Fjölmörg lögðu hönd á plóg við þróun þessa fræðsluefnis og eru þeim færðar kærar þakkir.

Nemendum og kennurum sem hafa komið í heimsókn eru færðar sérstakar þakkir fyrir komuna og endurgjöfina.

 

Verkefnakista Elliðaárstöðvar