Allt tengist saman
Rétt eins og líffærakerfin í líkamanum tengjast þá styðjast veitukerfi borgarinnar við hvort annað. Vatnsveitan og hitaveitan þarf rafmagn til að dæla vatni upp úr borholum til heimila okkar og fráveitan þarf rafmagn fyrir dælustöðvar og hreinsistöðvar.
Borgin okkar og kerfi hennar eru byggð af fólki sem hefur margs konar þekkingu
Öll þessi störf og handtök eru mikilvæg til að tryggja að borgin okkar virki og því má segja að þetta fólk séu hinar sönnu ofurhetjur á bak við tjöldin. Á sama hátt og líffæri líkamans vinna saman að því að halda okkur heilbrigðum og að okkur líði vel, þá tryggja þessi kerfi og fólkið sem við þau lífsgæði okkar í borginni.
Ef við ætlum okkur langlífi, þá þurfum við að borða holla fæðu, drekka nóg af vatni og hreyfa okkur. Þetta það viðhald sem við þurfum að sinna á líkama okkar.
Það má líta á veitukerfin sömu augum. Við þurfum að gæta að viðhaldi, gera við og endurnýja þar sem lagnir eru úr sér gengnar. Við þurfum líka að nýta auðlindirnar á ábyrgan hátt svo að við getum haldið áfram að tryggja öllum lífsgæðin sem þau veita okkur til framtíðar.
Stundum þarf að endurnýja lagnir eða laga eitthvað sem bilar er vatnið tekið af húsunum. Ef það gerist einhvern tímann heima hjá þér, skaltu muna að kannski er verið að gera mikilvæga aðgerð á veitukerfinu. Kannski kransæðaaðgerð?
Veitukerfin gegna mikilvægu hlutverki í borgum, líkt og kerfin í líkama okkar. Vatnsveitan, hitaveitan, rafveitan og fráveitan eru samtengd og nauðsynleg fyrir líf okkar og heilsu.
Ósýnilegt verður sýnilegt
Hvernig virkar borgin okkar? Hvaðan fáum við vatnið? En varmann?
Lesa meiraGreinin er hluti af fræðsluefninu Ósýnilegt verður sýnilegt