Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Piss kúkur klósettpappír

Emoji bangsi uppi í tré.
Ferðalag kúksins. Kúkalabbinn fer frá klósettinu þínu að dælustöð. Þaðan rennur hann að hreinsistöð áður en hann fer út í sjó.

Fráveitan bjargar mannslífum

Fráveitukerfið er stórt net lagna og röra sem tengir heimili okkar við dælustöðvar og hreinsistöðvar. Allt það sem við sturtum niður og það sem fer í niðurfallið í vöskum á heimilum, skólum og fyrirtækjum ratar út í fráveitukerfið.  Fráveitan flytur einnig yfirborðsvatn (regnvatn) af götum borgarinnar svo það verði ekki allt á floti þegar rignir.

 

Margar hendur vinna létt verk

Þegar Reykjavík byggðist var engin fráveita sem tók við skólpinu. Í raun voru ekki heldur vatnsklósett á heimilum og ekki heldur rennandi vatn. Í stað þess að sturta niður eins og við gerum í dag, gerði fólk þarfir sínar á kömrum, þar sem hola var mokuð í jörðina eða á koppum. Úrganginum var svo kastað í opnar rennur sem runnu í átt að lækjum og sjó.

Í miklum vatnsveðrum gat það komið fyrir að skólp úr rennunum smitaðist yfir í brunna þar sem fólk sótti sér vatn. Á þessum tíma veiktust margir og dóu vegna vatnsborinna sjúkdóma líkt og taugaveiki. Fyrsta skólplögnin sem vitað er til að lögð hafi verið neðanjarðar í Reykjavík var lögð af frumkvæði nunnanna í Landakoti, niður Ægisgötu að sjó. Holræsi drógu strax úr tilfellum taugaveiki tilfella og má segja að það hafi verið holræsin sem björguðu mannslífum.

Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa flest við góðar hreinlætisaðstæður og í dag hafa öll aðgang að hreinu drykkjarvatni og góðri hreinlætisaðstöðu. Því miður eru enn lönd í heiminum sem hafa ekki aðgang að slíku og er það lífsnauðsynlegt að það breytist.

Kynntu þér sögu fráveitunnar í bókinni Cloacina, saga fráveitu. 

 

Opin renna eða ræsi í Kirkjustræti um 1880. Slíkar rennur voru einkennandi fyrir Reykjavík á þessum tíma og þeim fylgdi mikill óþrifnaður.
Opin renna eða ræsi í Kirkjustræti um 1880. Slíkar rennur voru einkennandi fyrir Reykjavík á þessum tíma og þeim fylgdi mikill óþrifnaður.

Ferðalag kúksins

Í dag eru öll hús borgarinnar tengd við fráveitukerfið og rennur skólpið sjálfrennandi niður í móti að dælustöðvum. Við sjávarsíðuna kemst skólpið ekki neðar og því fer það þar í dælustöð. Í dælustöðinni er skólpinu lyft upp og heldur það svo áfram að renna í átt að hreinsistöð.

Frá því að kúkurinn fer í klósettið á heimili þínu má segja að það taki úrganginn um 1-2 klukkustundir að renna frá heimili þínu þar til það er komið í hreinsistöð.

Á Íslandi fer fram lágmarks hreinsun í hreinsistöðvum, en þá eru óæskileg efni síuð úr skólpinu. Fita og sandur eru einnig soguð frá en fitan kemur að mestu frá heimilum úr uppþvottavélum og vöskum, en sandurinn kemur af götunum.

Í fráveitukerfinu hittir úrgangurinn af heimilinu allskyns annan úrgang og einnig vatn sem rennur inn í fráveituna.
Til að minnka það magn vatns sem rennur í fráveitukerfið eru notaðar svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir, en þá er rigningarvatn af götum leitt ofan í tjarnir eða litlar siturlagnir þar sem vatnið seitlar niður í gegnum jörðina og aftur í grunnvatnið.

Vissir þú?

Frá því að kúkurinn fer í klósettið á heimili þínu má segja að það taki úrganginn um 1-2 klukkustundir að renna frá heimili þínu þar til það er komið í hreinsistöð.

Öll á klósettið á sama tíma?

Þó að landsmenn séu ólíkir einstaklingar þá eiga þeir ýmislegt sameiginlegt. Öll þurfum við að fara á klósettið. En hvenær förum við á klósettið?

Mannfólk fer að jafnaði xx sinnum á klósettið á dag. En þegar eitthvað spennandi er að gerast heldur maður í sér. Þetta má sjá til dæmis af tölum um vatnsnotkun í kringum stóra viðburði eins og eurovision, evrópumótið í fótbolta og áramótaskaupið. Þá er greinilegt að fólk fer á klósettið í hléi.

Hvað getur vatnið sagt okkur um háttatíma fólks um helgar?

 

Árið 1986 tók Ísland þátt í Eurovision í fyrsta sinn. Mikil spenna var fyrir þátttökunni og var fólk fullvisst um að Ísland myndi sigra með laginu Gleðibankinn. Tölur um vatnsnotkun á þessu kvöldi sýna að þjóðin sat spennt við sjónvarpið og fékkst varla á klósettið á meðan íslenska framlagið flutti lagið.
Árið 1986 tók Ísland þátt í Eurovision í fyrsta sinn. Mikil spenna var fyrir þátttökunni og var fólk fullvisst um að Ísland myndi sigra með laginu Gleðibankinn. Tölur um vatnsnotkun á þessu kvöldi sýna að þjóðin sat spennt við sjónvarpið og fékkst varla á klósettið á meðan íslenska framlagið flutti lagið.

Ferð þú á klósetti í hálfleik?

Þegar Ísland tók þátt í Evrópukeppni karla í fótbolta árið 2016 ríkti mikil spenna yfir leik Íslands og Englands. Af tölum um vatnsnotkun má sjá að fólk hefur svo sannarlega haldið í sér og tekið pissupásu í hálfleik!

 

Vatnsnotkun í höfuðborginni á meðan leik Íslands og Englands í Evrópumeistarakeppni karla stór árið 2016.

Hvað má fara í klósettið?

Í klósettið má aðeins setja piss, kúk, klósettpappír, gubb, blóð og hor. Það má segja að líkamsvessar séu það eina sem hafi aðgangsmiða á klósettinu.

 

Piss, kúkur, klósettpappír. Fræðsluefni um fráveituna frá Klósettvinum. hjá Umhverfisstofnun.

Piss, kúkur, klósettpappír. Grípandi fræðsluslagari um fráveituna frá Klósettvinum. Umhverfisstofnun.

Vissir þú að blautþurrkur mega aldrei fara í klósettið?

Áætlað er að um 200 tonn af óæskilegum úrgangi komi í fráveitur á ári. Stærsta vandamálið eru blautþurrkur, smokkar, tannþráður og eyrnapinnar. Þetta stíflar dælustöðvar og hreinsistöðvar svo að stundum þarf að opna neyðarloka sem sendir allan úrganginn ósíaðan út í sjó. Blautþurrkur eiga að fara í ruslið. Líka þær sem á stendur að þær séu niðurbrjótanlegar. Niðurbrjótanlegar blautþurrkur brotna niður við yfir 70°C hita í jarðgerðarstöðvum, en sjórinn og fráveitan nær aldrei þeim hita.

Þegar blautþurrkum er sturtað niður getur það gerst að þær klessast saman og verða að hálfgerðu blautþurrkuskrímsli í fráveitukerfinu. Þegar þetta gerist, stíflast lagnirnar og þá fer að flæða, eða opna þarf neyðarloka þannig að skólpið fer óhreinsað út í sjó. Blautþurrkum má aldrei henda í klósettið. Þær eiga að fara í ruslið.

Hreint vatn og hreinlætisaðstaða fyrir öll

Það eru mannréttindi að hafa aðgang að klósetti og hreinlætisaðstaða. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um Hreint vatn og hreinlætisaðstöðu kveður á um að árið 2030 skuli öll í heiminum hafa aðgang að hreinlætisaðstöðu og hreinu vatni. Hreinlæti og aðstaða til handþvotta, eins og að þvo hendur með vatni og sápu getur verið lífsnauðsynlegt og þegar það er ekki til staðar geta sjúkdómar geysað og valdið fólki skaða.

Ósýnilegt verður sýnilegt

Hvernig virkar borgin okkar? Skoðaðu hvernig við fáum vatnið og rafmagnið inn á heimilið!

Ósýnilegt verður sýnilegt

Aðrar fréttir