Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

Hlauparar lýsa upp skammdegið í Myrkrarhlaupinu!

Hópur hlaupara hljóp frá Elliðaárstöð í Myrkrahlaupinu (Run in the dark)

Fjölmennur hópur hlaupara lýsti upp svartasta skammdegið með þátttöku sinni í alþjóðlega góðgerðahlaupið Run in the dark eða Myrkrahlaupið eins og það kallast á íslensku sem haldið var í Reykjavík í fyrsta sinn. Táknrænt var að hlaupið hæfist við hina 101 árs gömlu rafstöðina í Elliðaárdalnum. Hlaupið var samtímis á 50 stöðum víðs vegar um heiminn með það að markmiði að safna fyrir rannsóknum á mænuskaða.

Það er við hæfi að hlaupið sé í myrkri þar sem stofnandi hlaupsins, írski útivistar- og ævintýramaðurinn Mark Pollock misst sjónina 22 ára gamall.  Hann á sér einstaka sögu og þrátt fyrir að vera blindur þá byggði hann upp magnaðan íþrótta- og ævintýraferil. Hann hefur það m.a. á afrekskrá sinni að hafa hlaupið Gobi-eyðimerkurmaraþonið og var fyrsti blindi maðurinn til að ganga yfir Suðurpólinn. Lífið ætlaði honum þó fleiri áskoranir því árið 2010 lenti hann í slysi sem hafði þær afleiðingar að hann hlaut alvarlegan mænuskaða og lamaðist. Mark beinir nú kröftum sínum í að  finna leiðir til að safna fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða.

Hér má sjá myndir af vöskum hlaupurum lýsa upp myrkrið í Elliðaárdalnum.

Ljósmyndari: Gunnhildur Lind

Aðrar fréttir