Gufuborinn Dofri
Hvernig væri daglegt líf án hitaveitu?
Jarðhitinn er mikilvæg auðlind á Íslandi og nýting hans veitir landsmönnum mikil lífsgæði.
Gufuborinn Dofri kom til landsins árið 1958 og boraði eftir heitu vatni á lághitasvæðum og gufu á háhitasvæðum á árunum 1958-1991. Hann var afar afkastamikill og hafði enginn bor borað fyrir jafn mörgum holum og hann gerði þegar hann hætti.
Það voru fá jarðhitasvæðin sem Dofri snerti ekki á. Hann var notaður á Reykjanesi, Nesjavöllum, í Eyjafirði og boraði margar holur í Kröflu. Hann boraði tugi góðra hola á höfuðborgarsvæðinu og þar af 14 í Elliðaárdalnum.
Nú þegar Dofri hefur sest í helgan stein í Elliðaárstöð mun hann um ókomna framtíð minna gesti dalsins á framsýni liðinna tíma, það framfaraskref sem stigið var í loftslagsmálum með tilkomu hitaveitunnar og þau samfélagslegu lífsgæði sem hitaveitan gefur okkur allt árið um kring.
Vélsmiðjan VHE gerði Dofra upp. Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun lögðu í sameiningu til fjármagn til verksins og verður hann til sýnis við Elliðaárstöð í Elliðaárdal.
Verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar?
Gufuborinn Dofri olli straumhvörfum í borun eftir heitu vatni og gufu hér á landi. Verðmætasta vinnuvél Íslandssögunnar verður til sýnis í Elliðaárstöð og minnir gesti dalsins á framsýni liðinna tíma. Við erum svo þakklát fyrir hitaveituna sem yljar okkur á köldum dögum. Hún var svo sannarlega farsælt skref fyrir loftslagið því fyrir hana voru hús hituð með kolum og olíu.
Gufuborinn Dofri var notaður til að bora verðmætar heitavatns holur sem hafa stuðlað að miklum lífsgæðum Íslendinga.
Gufuborinn Dofri olli straumhvörfum í borun eftir heitu vatni og gufu hér á landi. Verðmætasta vinnuvél íslandssögunnar verður til sýnis í Elliðaárstöð og minnir gesti dalsins á framsýni liðinna tíma. Við erum svo þakklát fyrir hitaveituna sem yljar okkur á köldum dögum. Hún var svo sannarlega farsælt skref fyrir loftslagið því fyrir hana voru hús hituð með kolum og olíu.
Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun hafa saman lagt til 36 milljónir til að gera upp gufuborinn Dofra og verður hann til sýnis við Elliðaárstöð í Elliðaárdal.