Til baka
Skrúðgarður
Skrúðgarðurinn er bak við Heimili veitna sem er gamla Stöðvarstjórahúsið en þar bjuggu starfsmenn Elliðaárstöðvar. Í garðinum má meðal annars finna yfir 100 ára gamlan hlyn, en afkomendur starfsmanna stöðvarinnar sögðu að honum hefði verið plantað árið 1921, á þeim tíma sem rekstur hófst í Elliðaárstöð.
Í garðinum er tilvalið að fara í lautarferð eða einfaldlega njóta náttúrunnar í kring. Hlusta á fuglasöng eða nið árinnar sem liðast niður dalinn.