Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Til baka

STRAUMUR í Elliðaárdal með Selásskóla

Hugarkort um STRAUM í Elliðaárdal. Samstarfsverkefni með Selaásskóla. 2023.

Elliðaárstöð er í samstarfi við nokkra grunnskóla í nágrenni Elliðaárdals. Markmið Elliðaárstöðvar í fræðslu er að fræða ungmenni og gesti um vísindi, orku og auðlindir. Við vekjum fólk til umhugsunar um veiturnar okkar, rafveituna, vatnsveituna, hitaveituna, fráveituna og gagnaveituna.

STRAUMUR í Elliðaárdal er STEAM verkefni

Þróunarverkefnið STRAUMUR í Elliðaárdal er samstarfsverkefni Elliðaárstöðvar og Selásskóla. Markmið verkefnisins er að fræða nemendur um STRAUM í víðu samhengi. Nemendur læra um straum í sínu nærumhverfi og vinna að STEAM og STREAM verkefnum sem samþætta vísindi (e. Science), tækni (e. Technology), verkfræðihugsun (e. Engineering), listir (e. Arts) og stærðfræði (e. Mathematics) auk skemmtunar og afþreyingar (e. Recreation). Lestu meira um STEAM og STREAM menntun hér.

Reynsluboltar í Selásskóla

Í Selásskóla hefur skapast hefð fyrir sköpunar- og tæknismiðjum og er unnið á margvíslegan hátt að tækni og sköpun í skólastarfinu. Skólinn tekur þátt í Austur Vestur verkefninu ásamt Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla og Háskóla Íslands og er því mikill fengur fyrir Elliðaárstöð að fá kennara og nemendur Selásskóla í samstarf.

Verkefnið STRAUMUR í Elliðaárdal er þróað í samstarfi við kennara og nemendur 6. bekkjar í Selásskóla, en það eru Kristín Óskarsdóttir og Sunneva Jörundsdóttir kennarar auk Margrétar Hugadóttur, fyrir hönd Elliðaárstöðvar sem leiða verkefnið.

Sunneva, Kristín og Margrét
Sunneva og Kristín, kennarar í Selásskóla, auk Margrétar frá Elliðaárstöð.

Allskonar STRAUMUR

Í upphafi verkefnis könnuðum við forþekkingu nemenda um STRAUM. Krakkarnir veltu fyrir sér orðinu STRAUMUR, hvað það þýðir og hvernig STRAUM við þekkjum. Við notuðum meðal annars sýndartilraunir um straum.

Stýrum tölvu með hlutum í umhverfinu

Krakkarnir prófuðu MakeyMakey sem er  lítil tæki sem breytir allskonar hlutum í stjórntæki þegar það er tengt við tölvu. Hægt er að nota hvað sem er til að stjórna tölvunni svo lengi sem hluturinn leiðir rafmagn. Krakkarnir fiktuðu og gerðu tilraunir á sjálfum sér, ávöxtum, álpappír og hefðbundnum hlutum sem finnast í skólastofunni líkt og skærum, blýöntum, húsgögnum og fleiru. Krakkarnir mæla með þessu og við bendum skólum í Reykjavík á að hægt er að leigja bekkjarsett af MakeyMakey án kostnaðar í Búnaðarbanka Mixtúru, sem er sköpunar- og upplýsingatækniver Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 

 

Makey makey í Selásskóla. STRAUMUR í Elliðaárdal. 2023
Hlutir í umhverfinu notaðir til að stýra tölvu með MakeyMakey

Lærum um rafstraum í gegnum tónlistarsköpun

Næsta skref var að búa til hljóðfæri úr hlutum í umhverfinu sem stýrðu tölvu. Nemendur sömdu ljóð um straum og sömdu lag. Afurðin var því frumsamið rapp lag við frumsamið ljóð.

Framundan

Verkefnið er nemendamiðað og hafa nemendur áhrif á hvaða hátt verkfefnið þróast. Næst  á dagskrá er tölfræði og málfræðiverkefni í Elliðaárdal sem nefnist Straumur í ramma. Við hlökkum til að segja ykkur frá hvernig þetta skemmtilega verkefni þróast.

Fleiri geta nýtt sér verkefnin

Stefnt er að því að miðla þeim verkefnum sem þróuð verða í samstarfinu á vef Elliðaárstöðvar og verður öllum skólum frjálst að nota þau og aðlaga að sínum þörfum.

 

Við erum að gera tilraunir saman.

Kennarar 6. bekkjar í Selásskóla

Framundan

Verkefnið er nemendamiðað og hafa nemendur áhrif á hvaða hátt við þróum verkefnið áfram. Næsta verkefni verður tölfræði og málfræðiverkefni í Elliðaárdal sem nefnist Straumur í ramma. Við hlökkum til að segja ykkur frá hvernig þetta skemmtilega verkefni þróast.

Fleiri geta nýtt sér verkefnin

Stefnt er að því að miðla þeim verkefnum sem þróuð verða í samstarfinu á vef Elliðaárstöðvar og verður öllum skólum frjálst að nota þau og aðlaga að sínum þörfum.

Aðrar fréttir