Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

#

Rafmagnaður textíll! – Raftextílsýning og tilraunasmiðja

Elliðaárstöð tekur þátt í Barnamenningarhátíð í 3. sinn og býður að þessu sinni upp á rafmagnaða raftextílsýningu og tilraunasmiðju fyrir fjölskyldur. Sýningin samanstendur af verkum nemenda 7. bekkjar Selásskóla sem tóku þátt í sérhannaðri raftextílsmiðju sem var samstarfsverkefni Elliðaárstöðvar, Selásskóla og textílhönnuðarins Emmu Shannon. Nemendur fengu það verkefni að skapa nýtt úr gömlum, ónothæfum vinnufatnaði Orkuveitunnar og var markmiðið að fræða nemendur um textíliðnaðinn, sóun, rafleiðni og rafrásir. Samofið því voru nemendur að sporna gegn sóun með raunbæru verkefni sem valdeflir nemendur í getu til aðgerða og með beinni þátttöku í þeirri vegferð. Á sýningunni verður gestum boðið að prófa sig áfram í tilraunasmiðju með raftextíl. Veitingastaðurinn Á Bístró verður opinn milli kl. 10-17 og ef veður leyfir verður hægt að sulla í vatnsleikjagarðinum.

Vertu með í dag sköpunar, lærdóms og innblásturs! 💡⚡️🔌

Rafmagnaður textíll! verður einnig hluti af dagskrá Elliðaárstöðvar á HönnunarMars, sunnudaginn 28. apríl frá 13-16.

Aðrir viðburðir