Um slóðir kóngafólks, útilegumanna og slóttugra ála
-
Aðgangur ókeypis
-
22. júní 2025
-
15:00
-
Sjá á korti
Elliðaárdalurinn hefur að geyma ótal sögur tengdar samgöngum, skógrækt, íþróttum en síðast en ekki síst orkunýtingu.
Sunnudaginn 22. júní kl. 15:00 mun Stefán Pálsson sagnfræðingur leiða fólk um Elliðaárstöð og nágrenni hennar, um slóðir kóngafólks, útilegumanna og slóttugra ála. Gangan hefst við gömlu rafstöðina.
Þátttaka er ókeypis en fólk er beðið um að klæða sig eftir veðri.
Hlökkum til að sjá ykkur!